Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Faraó - maurar finnast á Landspítalanum

31.10.2014 - 15:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Maura hefur orðið vart í einni af byggingum Landspítalans við Hringbraut. Sóttvarnalækni og heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið í gær. Maurarnir eru svokallaðir Faraó-maurar sem eru þekktir á sjúkrahúsum. Þeir sækja í matvæli og er talið líklegt að þeir hafi komið með flutningum.

Bygginging sem maurarnir fundust í hýsir meðal annars eldhús spítalans, trésmíðaverkstæði og heilbrigðistæknideild. Talsverðir flutningar eru úr húsinu á aðrar deildir og því hætt við að maurarnir dreifist um spítalann.

Maurarnir hafa fundist á nokkrum stöðum í byggingunni. Stjórnendum á deildum spítalans hefur verið gert viðvart og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Óttast er að maurarnir geti valdið skaða en þeir sækja í matvæli, jafnvel lækningatæki, og úrgang. Reyna á að eitra fyrir maurunum.

 

Í myndbandinu hér að neðan, sem tekið er erlendis, sést hve litlir maurarnir eru. Til hliðar við þá er tannstöngull.