Fara fram á vopnahlé í Líbíu

08.01.2020 - 15:57
epa08112041 A handout photo made available by the Turkish President Press office shows Turkish President Recep Tayyip Erdogan (R) shaking hands with Russian President Vladimir Putin (L) during their meeting before an opening ceremony of Turkstream Project in Istanbul, Turkey, 08 January 2020.  EPA-EFE/TURKISH PRESIDENT OFFICE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Skrifstofa forseta Tyrklands
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mælast til þess að stríðandi fylkingar í Líbíu lýsi yfir vopnahléi frá og með miðnætti á sunnudag, 12. janúar. Þeir hittust í dag í Istanbúl í Tyrklandi. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá niðurstöðu viðræðna þeirra á fundi með fréttamönnum síðdegis.

Tyrkir sendu herlið í síðustu viku til Líbíu til að aðstoða stjórnarher landsins í baráttu við hersveitir stríðsherrans Khalifa Haftars. Þeir fullyrða að 2.500 rússneskir málaliðar berjist með sveitum hans, sem stjórnvöld í Moskvu hafa borið á móti.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV