Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fannst heill á húfi við Sólheimajökul

31.08.2019 - 09:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Erlendi ferðamaðurinn sem óskaði eftir aðstoð við Sólheimajökul á Suðurlandi rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld fannst heill á húfi á þriðja tímanum í nótt að sögn Fjölnis Sæmundssonar varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Maðurinn hafði villst og fóru björgunarsveitir af stað til að leita að honum.

Fjölnir segir að vel hafi gengið að finna manninn þar sem hægt var að rekja staðsetningu hans í gegnum síma. Það hafi þó tekið tíma að komast að honum og koma honum til baka. Maðurinn sem var einn á ferðinni var við ágæta heilsu þegar hann fannst að sögn Fjölnis. 

Ekki náðist í talsmann björgunarsveitarinnar við gerð fréttarinnar. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV