Falur hættir með Fjölni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Falur hættir með Fjölni

26.03.2020 - 11:53
Falur Harðarson er hættur sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfubolta. Falur greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær.

Falur tók við liði Fjölnis árið 2017 og kom Grafarvogsliðinu upp í úrvalsdeildina á síðasta ári.  

Fjölnir var löngu fallið úr Dominosdeild karla áður en keppni var hætt á dögunum og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð. Falur stýrði Fjölni í undanúrslit Geysisbikarkeppninnar fyrr í vetur þar sem liðið tapaði fyrir Grindavík. 

Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna frá Fali eða „Falsfréttina“ eins og hann kallar hana svo skemmtilega sjálfur.