Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fallið frá kauptilboði í Laugar í Sælingsdal

04.11.2019 - 10:00
Laugar í Dölum, Sæljngsdalur
 Mynd: lonelyplanet.com - Lonely Planet
Tilboði upp á 320 milljónir í Laugar í Sælingsdal í Dalabyggð hefur verið rift af bjóðendum. Ekki náðist að fjármagna kaupin. Þetta er í annað sinn sem kauptilboð í Laugar hefur ekki gengið eftir á síðustu tveimur árum.

Tilboði upp á 320 milljónir króna í Laugar í Sælingsdal í Dalabyggð hefur verið rift af kaupendum. Ekki náðist að fjármagna kaupin. Þetta er í annað sinn sem kauptilboð í Laugar hefur ekki gengið eftir á síðustu tveimur árum.bTilboðið gerðu Rent-leigumiðlun og Celtic North ehf. Eignirnar eru nú áfram í sölu.

Félagið Arnarlón lagði fram tilboð í Laugar upp á 405 milljónir 2018. Tilboðið var þá töluvert undir verðmati. Það olli mikilli ólgu á meðal Dalamanna þar sem gert var ráð fyrir láni frá sveitarfélaginu upp á tæpan helming verðsins með skuldabréfum á fyrsta og öðrum veðrétti. Þá fór meðal annars fram undirskriftasöfnun á meðal íbúa gegn sölunni. Núverandi sveitarstjórn sleit svo viðræðum í júlí 2018.

Ef tilboð fæst ekki mun sveitarstjórn Dalabyggðar endurskoða stöðuna um áramót. Þá verður tekin ákvörðun um hvort eignirnar verði settar í leigu eða látnar bíða með tilliti til þess hvernig rekstur húsnæðisins verður næsta sumar, að sögn Kristjáns Sturlusonar, sveitarstjóra.