Fálkaorðan veitt á Bessastöðum í dag

17.06.2019 - 08:56
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun í tilefni þjóðhátíðardagsins sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin fer fram á Bessastöðum og hefst kl. 14:30.

Einnig mun forseti taka á móti erlendum sendiherrum sem staddir eru hér á landi í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Móttakan hefst kl. 16:00.

 

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi