Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fagna nýjum lögum eftir 25 ára baráttu

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels

Fagna nýjum lögum eftir 25 ára baráttu

03.09.2019 - 10:57

Höfundar

Alþingi samþykkti í gær breytingar á skattalögum er varða tekjur af höfundaréttavörðu efni. Breytingin felst í því að greiðslur til rétthafa teljast nú til fjármagnstekna og á þær því ekki lagt útsvar.

Áður þurftu rétthafar að höfundarvörðu efni að greiða tekjuskatt. Það var meðal annars gagnrýnt þar sem um væru að ræða tekjur vegna nýtingar á verkum sem þegar hafa verið sköpuð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði að meginreglan væri enn sú að greiðslur vegna sölu á verkum sem jafna mætti við hverja aðra vörusölu teldust til almennra tekna. Annað mál væri hins vegar um óbeinar tekjur af nýtingu verka, svo sem til endurflutnings.

Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtaka tónlistarrétthafa, Samtóns, fagnar lagabreytingunni á Facebook-síðu sinni þar sem þetta hafi verið baráttumál Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) í aldarfjórðung.

 

Tengdar fréttir

Menntamál

Ráðuneytið styður við Rithöfundasambandið