
Færa veg ef hann er fyrir steingervingum
Vesturverk hefur unnið að vegagerð í Ingólfsfirði undanfarið og mætt nokkurri andstöðu minnihluta eigenda jarðarinnar Seljaness. Til þess að komast að ósum Hvalár, sem á að virkja þarf að aka landleiðina um Ingólfsfjörð fyrir Seljanes og inn í Ófeigsfjörð.
„Við ætluðum að færa vinnuvélarnar okkar yfir í Ófeigsfjörð fyrir helgi en eigum ennþá ólókið nokkrum þáttum í Ingólfsfirði og hefjumst handa í Ófeigsfirði eftir helgina einhvern tímann. Svo kemur röðin að Seljanesi og ég get ekki alveg sagt til um hvað eru margir dagar í það,“ segir Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks.
Sérfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun könnuðu fyrir viku steingervinga, sem stofnuninni var sagt frá að væru á framkvændasvæði Hvalárvirkjunar, og birtu skýrslu í gær. Þetta eru holur í berglögum í Ófeigsfjarðarheiði sem eru eftir trjáboli í skógi sem þarna var fyrir 10 milljónum árum. Ekki munu hafa fundist svo margar trjáholur áður á svo litlu svæði. Þetta er á sama svæði og fara þarf um við virkjanaframkvæmdirnar.
Eru þessir steingervingar á þessu vegsvæði þar sem þið hyggist leggja vinnuveg?
„Alla vega virðist það ekki vera í fljótu bragði. Okkur sýnist að það verði þá hægt að sneiða hjá því ef að svo ber undir þ.a. við höfum ekki stórar áhyggjur af þessu. Ef að það finnast steingervingar akkúrat í þeim vegslóða, sem við hyggjumst leggja, þá skoðum við það bara að hnika þeim til í samráði við okkar ráðgjafa hjá Verkís og landslagsarkitekta.“