Guðni segir að Hildur hafi fljótlega fundið að hún vildi fara í tónlist. „Maður vissi alltaf að hún myndi fara sína leið hvaða leið sem það væri en að hún fengi Óskar fyrir það það var svo sem ekkert sem var viðbúið. Hún fann sína rödd í tónlistinni.“
Drun-tónlist sem hún tileinki sér henti vel fyrir kvikmyndir. „Það er einhver ferskur blær yfir því. Hún kemur innan frá ég held að það sé það sem nær til fólks,“ segir hann.
Hildur hefur hafnað nýjum verkefnum undanfarið. Jókerinn og Chernobyl hafi verið tímafrek verkefni og fullt starf að taka við öllum þessum verðlaunum. Hún er með plötusamning við Deutsche Grammophon. „Hún er held ég að stefna á nýja plötu vonandi á næstu misserum. Hvort sem það verður á þessu ári eða hvenær,“ segir Guðni.
„Hún ætlar held ég ekki að vera jafn mikið í bíóinu, en maður veit ekki. Nú kemur Hollywood og bankar og bankar og það verður bara að koma í ljós,“ segir hann að lokum.