Bók vikunnar er Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur fréttakonu á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Eyland er fyrsta skáldsagan sem Sigríður skrifar og tengist vissulega starfi hennar sem fréttamanns. Þetta er hrollvekjandi saga um það hvernig samfélag umhverfist þegar ljóst verður að ekki er nægilegt framboð er á vörum, lyfjum, eldsneyti o.þ.l. vegna skyndilegrar og algerrar einangrunar landsins.
Í þættinum Bók vikunnar á sunnudaginn ræðir Auður Aðalsteinsdóttir við þær Ragnheiði Hólmgeirsdóttur rithöfund og Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðing um bókina.
Hér má hlusta á höfundinn lesa tvo stutta kafla sögunnar. Sá fyrri er úr byrjun hennar. Fólk er rétt að átta sig á sambandsleysinu við umheiminn og Hjalti blaðamaður og aðalpersóna bókarinnar hefur verið sendur niður á Póts- og fjarskiptastofnunn til að fá frekari upplýsingar. Seinni lesturinn er tekin úr miðju sögunnar. HIn nauðsynlega sjálfbærni landsins hefur vakið upp spurningar um forgangsröðun. Er til dæmis nauðsynlegt að halda úti Sinfóníuhljómsveit eða er það kannski einmitt aldrei mikilvægara ein einmitt þegar enginn kemst til útlanda. Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitarinnar ætlar að láta reyna á það. Á eftir lestrunum má heyra viðtal við höfundinn sem fyrst er spurður út í tilurð sögunnar.