Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Evrópuríki taka við flóttafólki

23.08.2019 - 11:12
Erlent · Malta · Evrópa
Rescued migrants are helped boarding the Ocean Viking ship, operated by the NGOs Sos Mediterranee and Doctors Without Borders, in the Mediterranean Sea, Tuesday, Aug. 13, 2019. More than 500 rescued migrants are stuck in the Mediterranean on two NGO boats, as Italy and Malta continue to deny them access to their ports. French charity group Doctors Without Borders (MSF) said late Monday in a tweet that it had completed "a critical rescue" of another 105 people onto the Ocean Viking, raising the total number of migrants on board ship to 356. (Hannah Wallace Bowman/MSF/SOS Mediterranee via AP)
Hælisleitendum á Miðjarðarhafi bjargað um borð í skip. Mynd úr safni. Mynd: ASSOCIATED PRESS - MSF/Sos Mediterranee
Sex Evrópuríki hafa fallist á að taka við flóttafólki og hælisleitendum sem dvalið hafa í björgunarskipinu Ocean Viking í næstum hálfan mánuð. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu greindi frá þessu í morgun.

Hann sagði að fólkið yrði flutt í land á Möltu með skipum og bátum maltverska flotans. Þaðan yrði það flutt til annarra Evrópusambandsríki og nefndi forsætisráðherrann Frakkland, Þýskaland, Írland Lúxemborg, Portúgal og Rúmeníu. Enginn yrði eftir á Möltu.

Í Ocean Viking eru 356 flóttamenn og hælisleitendur, nærri þriðjungurinn börn. Fulltrúi samtakanna Lækna án landamæra sagði fyrr í morgun að matur væri að verða upp urinn í skipinu og hvatti ríki til að bregðast við.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV