Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Evrópudómstóllinn vísaði frá máli Baldurs

20.01.2014 - 13:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Baldurs Guðlaugssonar, sem sent var til dómstólsins snemma árs 2012. Karl Axelsson lögmaður Baldurs staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þar með sé málinu lokið.

Í nóvember ákvað dómstóllinn að taka mál Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra til skoðunar. Tugir þúsunda mála berast dómstólnum á hverju ári og langflestum þeirra er vísað frá. Baldur var dæmdur í Hæstarétti í febrúar 2012 til tveggja ára fangelsisvistar fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi.