Eurovision aflýst vegna COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Eurovision aflýst vegna COVID-19

18.03.2020 - 13:36

Höfundar

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem átti að fara fram í maí í Rotterdam hefur verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Í tilkynningu frá EBU kemur fram að vegna óvissuástandsins vegna útbreiðslu Corona-veirunnar og takmarkana ýmissa ríkisstjórna álfunnar á ferðafrelsi neyðist aðstandendur til þess að aflýsa keppninni.

Þeir segja ákvörðunina tekna með heilsu listamanna, starfsfólks og aðdáenda í huga, auk ástandsins í Hollandi, Evrópu og heimsbyggðinni allri. Það virðist því svo sem að ekki hafi verið ákveðið að halda keppnina án áhorfenda eins og gert var í dönsku forkeppninni á dögunum.

Ekkert kemur fram um hvort keppnin verður haldin síðar og hvernig fyrirkomulagið myndi þá vera. Þetta er nokkur skellur fyrir Íslendinga en Daða og Gagnamagninu hafði verið spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Frestun Eurovison mikil vonbrigði en tónlistin lifir

Popptónlist

Netverjar keppast við að stæla Daða og Gagnamagnið

Tónlist

Stefnt að því að halda Eurovision þrátt fyrir COVID-19

Tónlist

Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag