„Erfitt að vera ekki á staðnum“

15.01.2020 - 18:12
Mynd: RÚV / RÚV
„„Auðvitað er hugur okkar allur fyrir vestan,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október 1995 ásamt konu sinni og tveimur sonum. Það hafi verið erfitt að heyra af snjóflóðinu sem féll á bæinn í gærkvöld og hann hafi sofið lítið í nótt. Vinir og ættingjar hafi komið á heimili hans í morgun til að sýna hvert öðru samstöðu og umhyggju.

„Það er ótrúlegt, finnst mér, hvað það er erfitt að vera ekki á staðnum. Vera ekki hluti af atburðunum. Maður er svo vanmáttugur,“ segir Eiríkur. „Ég reyndar man það að ég var líka rekald snjóflóðadaginn '95. Þannig er mér í rauninni búið að líða í morgun.“

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Eirík fyrir Kastljós. Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV