Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Erfitt að byggja á jaðrinum

14.05.2017 - 14:28
Mynd með færslu
Vopnafjörður. Mynd: Rúnar Snær Reynisson Rúnar Sn - RÚV RÚV
Ólíklegt er að nokkur ráðist í að byggja húsnæði í jarðarbyggðum þegar byggingarkostnaður er 10 milljónum króna hærri en markaðsvirði. Þetta segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, sem leggur til að sveitarfélög á Austurlandi stofni leigufélag til að ná niður byggingarkostnaði.

Húsnæðismál í jaðarbyggðum voru nýverið rædd á málþingi í Végarði í Fljótsdal. Þar kom fram að víða væri erfitt að finna leiguhúsnæði og að meira kostaði að byggja íbúðir en hægt væri að fá fyrir þær miðað við markaðsverð á minni stöðum.

Ólafur Áki lýsti stöðunni þar en á staðnum hefur aðeins verið byggt eitt hús frá aldamótum. „Okkur vantar húsnæði en 90 fermetra íbúða er kannski upp undir 28-30 milljónir en söluverð kannksi um 18 milljónir á þessi svæði þannig að það er nú alveg ljóst að menn fara ekki að gera þetta nema að vel hugsuðu máli. Það þarf bara að fara í vel skipulagð vinnu við að ná niður byggingarkostnaði.“ 

Hvað geta sveitarfélagin gert?
„Ég varpaði því fram að sveitarfélegin gætu stofnað samn leigufélag hér á Austurlandi. Það að hvert og eitt svietarfélga farið að stofna leigufélag og byggja eina og eina íbúð það mun engin hagkvæmni nást út úr því. En með því að vera öll saman gætum við náð hagkvæmni út úr hönnun og byggingarkostnaði á allan hátt. 

Á málþinginu tók líka til máls Davíð Kristinsson, hótelhaldari á Seyðisfirði. Hann lýsti húsnæðisskorti þar og lagði til að byggðar yrðu eins konar verbúðir fyrir starfsfólk sem kemur að vinna í ferðaþjónustu á háannatíma yfir sumarið. 

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra var á ráðstefnunni og sagði stjórnvöld hafa unnið að því að einfalda byggingarreglugerð til að lækka byggingarkostnað. „Svo má benda á það að ríkisstjórnin hefur tekið þátt í því með verkalýðsfélögum að byggja upp 2300 íbúðir og leggjum í það 3 millarða á ári í nokkur ár. Það má alveg hugsa sér að byggðarlög á Austurlandi kæmu þar inn í. Svo má nefna það að hér var beint spurningu til stórra fyrirtækja og verkalýðsfélaga hvort þau væru til í að koma að stofnun leigufélaga sem byggðu á þessum grunni, það er að segja menn væru að nýta sér þetta framtak ríkisstjórnarinnar. Þannig að ég held að það sé alls ekki þannig að það séu allar bjargir bannaðar í þessu.“ sagði Benedikt.  

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV
runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV