Tveir jarðskjálftar yfir tveir að stærð hafa mælst í Kötluöskju frá því um kvöldmatarleytið í gær. Sá fyrri var 2,7 að stærð rúma fjóra kílómetra norður af Hábungu og sá síðari varð laust fyrir hálf tólf á miðnætti tæpa átta kílómetra norður af Hábungu.