Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Enn mælast eftirskjálftar við Grindavík

Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is
Fjöl margir eftirskjálftar hafa mælst við Grindavík í allan dag eftir að skálfti, 5,2 að stærð, reið þar yfir um klukkan hálf ellefu í morgun. Um klukkan 18:40 mældust tveir eftirskjálftar, annar þeirra var 3,4 að stærð og hinn 3,3, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Grindvíkingar hafa fundið fyrir eftirskjálftunum.

Fyrsti skjálftinn í morgun fannst víða um suðvesturhornið og fékk Veðurstofan tilkynningar frá Búðardal, Húsafelli og allt frá Hvolsvelli. Ekkert landris mælist lengur við Grindavík og líklegasta skýringin er að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.