Engisprettufaraldur breiðist út

19.02.2020 - 08:32
epa08158472 A man runs through a swarm of desert locusts to chase them away in the bush near Enziu, Kitui County, some 200km east of the capital Nairobi, Kenya, 24 January 2020. Large swarms of desert locusts have been invading Kenya for weeks, after having infested some 70 thousand hectares of land in Somalia which the United Nations Food and Agriculture Organisation (FAO) has termed the 'worst situation in 25 years' in the Horn of Africa. FAO cautioned that it poses an 'unprecedented threat' to food security and livelihoods in the region.  EPA-EFE/DAI KUROKAWA
Engisprettur hafa valdið miklum usla í Kenía þar sem þessi mynd var tekin. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekkert lát er á engisprettufaraldrinum í austurhluta Afríku og hefur hann nú náð til átta landa.

Í Kenía, Sómalíu, Eþíópíu, Erítreu og Djibútí hafa heimamenn glímt við einn mesta engisprettufaraldur í áratugi, en engisprettur hafa valdið skaða í Tansaníu og Úganda og eru nú einnig komnar til Suður-Súdan.

Faraldurinn skaðar matvælaframleiðslu í þessum löndum sem mega vart við meiru eftir mikla þurrka undanfarin þrjú ár.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi