Engir áhorfendur á úrslitum Gettu betur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Engir áhorfendur á úrslitum Gettu betur

11.03.2020 - 15:07
Engir áhorfendur verða viðstaddir þegar Menntaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli mætast í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, á föstudagskvöld. Þetta er gert til þess að forðast hugsanlegt kórónaveirusmit.

Það voru skólastjórnendur í skólunum tveimur sem óskuðu eftir því við RÚV að úrslitin færu fram án áhorfenda, í varúðarskyni vegna veirunnar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV, segir að ákveðið hafi verið að verða við beiðninni. Keppnin verði því send út frá myndveri RÚV í Efstaleiti, án áhorfenda. 

„Við verðum að sjálfsögðu að fylgja þeirri stöðu sem upp er komin, Gettu betur er engin undanteking,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, spyrill í Gettu betur. „Áhorfendur hafa auðvitað litað keppnina í gegnum árin og eru mikilvægur partur af keppninni en nú verðum við bara öll að standa saman. Ég hef fulla trú á því að keppnin verði spennandi og skemmtileg, enda tvö frábær lið að keppa. Við gerum gott úr þessu,“ segir Kristjana.

Tengdar fréttir

Innlent

90 greindir með COVID-19 – einn lagður inn á sjúkrahús

Hönnun

Hönnunarmars frestað til sumars vegna COVID-19

Tónlist

Coachella og Stagecoach frestað vegna COVID-19