Enginn friður hjá Helgu um helgar

Mynd: RÚV / RÚV

Enginn friður hjá Helgu um helgar

07.12.2019 - 11:00
Í Jólakortinu, jóladagatali RÚV núll í ár, neyðast samstarfsfélagarnir Helga Margrét og Jafet Máni til að eyða saman jólunum til að laga móralinn þeirra á milli. Móral sem Jafet Máni kannast reyndar ekki við að sé til staðar.

Það er laugardagur og Helga er heima að læra fyrir lokaprófin sem eru á næsta leyti. Máni er þó þeirrar skoðunnar að það sé nauðsynlegt að líta aðeins upp úr bókunum og slaka á. Jólin koma nú varla án þess að Love Actually rúlli að minnsta kosti einu sinni í gegn, er það nokkuð? 

Jólakortið sýnir frá ferðalagi Helgu og Mána að jólahaldinu. Það þarf að grípa til ýmissa aðgerða svo jólin megi halda hátíðleg, en það eru ófá ljón í veginum þegar jólavinirnir eru jafn ólíkir og raun ber vitni.