Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Engin ný COVID-19 tilfelli greind í kvöld

06.03.2020 - 23:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - RÚv
Engin ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í kvöld. Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er því 45, svo vitað sé. Fjögur svokölluð innanlandssmit greindust fyrr í dag, en með því er átt við einstaklinga sem ljóst er að smitast hafa hér á landi. Þau voru þó öll í beinum tengslum við fólk sem komið hefur frá sýktum svæðum erlendis.

Neyðarástandi var lýst yfir af þessu tilfelli, en ekki hefur verið gripið til þess enn að setja á samkomubann í landinu enn sem komið er.  Engu að síður hafa ófá fyrirtæki og félagasamtök aflýst eða frestað fyrirhuguðum samkomum af ýmsu tagi. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hvetur fólk til að halda ró sinni. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV