Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ellý - Propaganda, Pearl Jam og U2

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ellý - Propaganda, Pearl Jam og U2

22.11.2019 - 13:39

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ellý söngkona hljómsveitarinnar Q4U. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00

Plata þáttarins er Vitalogy sem er þriðja breiðskífa bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam, en hún kom út nákvæmlega þennan dag árið 1994, fyrir aldar fjórðungi – 25 árum!

Platan kom fyrst út á vinyl og var eingöngu til á vinyl í hálfan mánuð. Og hún var fyrsta vinyl-platan sem náði inn á bandaríska vinsældalistann frá því að geisladiskurinn tók forystuna í sölu, af vinylnum nokkrum árum fyrr. Platan seldist í fyrstu vikunni í 34.000 eintökum sem kom henni í 55. sæti bandaríska vinsældalistans. Þegar diskurinn kom svo út fór platan beint á toppinn á listanum, seldist á viku í 877.000 eintökum og varð annar hraðseldasti geisladiskur sögunnar. Fyrsta sætið átti þá Vs. Plata Pearl Jam.

Platan var samin og tekin upp meðan sveitin var að túra og fylgja eftir plötunni Vs. Sem kom út 1993. Lögin voru mörg samin í hljóðprufum fyrir tónleika og upptökurnar fóru fram í stuttum fríum frá tónleikahaldi. Upptökustjóri var Brendan O´Brien.

Platan þótti og þykir fjölbreyttari en fyrri plöturnar tvær og inniheldur í bland harða rokkara, ballöður og tilraunakenndari músík.

Það var mikil spenna innan hljómsveitarinnar meðan platan var í smíðum og valdabarátta. Áður en upptökur kláruðust var Stone Gossard gítarleikari að hugsa um að segja skilið við félaga sína, en hann hafði verið hálfgerður andlegur leiðtogi hljómsveitarinnar þar til söngvarinn Eddie Wedder tók völdin í sínar hendur. Trommarinn Dave Abbruzzese var rekin áður en platan var kláruð og gítarleikarinn Mike McCready fór í áfengis og vímuefnameðferð.

Platan fékk yfirleitt góða dóma og aðdáendur Pearl Jam elska flestir þessa plötu.

Hún var tilnefnd til Grammy verðlauna 1996 í flokkunum; Plata ársins og Rokkplata ársins.

Jagged Little Pill með Alanis Morisette fór heim með verðlaun fyrir plötu ársins, og Rokkplötu ársins líka. Wildflowers með Tom Petty og Heartbrakers og Mirror Ball með Neil Young, þar sem Pearl jam spilar einmitt undir hjá Neil, voru tilnefndar líka í þeim flokki.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með U2.

Lagalisti þáttarins:
Fræbbblarnir - Bjór
The Who - Shakin all over
Fontains DC - Boys in a better land
Sons - Waiting on my own
Slade - Gudbuy T´jane
Kiss - The oath
Vintage Caravan - Set your sights
VINUR ÞÁTTARINS
Mick Ronson og David Bowie - Like a rolling stone
SÍMATÍMI
Ozzy Osbourne - Straight to hell
Pearl Jam - Last exit (plata þáttarins)
Rammstein - Deutchland (óskalag)
D-A-D - Burning star (óskalag)
Pat Benatar - Hell is for children
Jimi Hendrix - Purple haze (óskalag)
Pearl Jam - Better man (plata þáttarins)
Joe Satriani - Friends (óskalag)
GESTUR FÜZZ - Ellý Q4U
Q4U - Böring
ELLÝ II
Propaganda - Jewel
ELLÝ III
Propaganda - p:Machinery
Pearl Jam - Courdroy
Metallica - Enter sandman (óskalag)
A+B
U2 - All because of you (A)
U2 - She´s a mystery to me (B)
Pearl jam - Nothingman (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Heiðar Ingi - Pixes, Wilco og Dire Straits

Tónlist

AC/DC, Bítlarnir og allskonar

Tónlist

Hannes Buff - S.H. Draumur og Led Zeppelin

Tónlist

Camilla Stones - No Doubt og REO Speedwagon