Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ellen Kristjáns

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ellen Kristjáns

04.10.2019 - 14:25

Höfundar

Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður og söngkona er gestur Rokklands á sunnudaginn.

Ellen var kornung þegar hún byrjaði að syngja með hljómsveitum á borð við LJósin í bænum og Mannakorn. Ellen varð sextug á árinu og fagnar því með afmælis og ferilstónleikum í Háskólabíó 12. október nk.

Ellen segir frá hinu og þessu úr lífi sínu í þættinum. Hún talar um það hvernig hún byrjaði á syngja, um ást sína á Bítlunum, hvenrig það gerðist að fjölskyldan flutti til kaliforníu áður en hún fæddist. Hún talar líka um það hvernig hún kynntist manni sínum, Eyþóri Gunnarssyni og margt fleira, auk þess sem fjölmörg þeirra laga sem þjóðin þekkir og Ellen syngur heyrast í þættinum.