Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúðarhúsi við Holtaveg í Garðabæ um klukkan hálf fjögur í nótt. Þar hafði kviknað í á veröndinni, að öllum líkindum vegna útikertis. Töluverður eldur var í tréverki, en hvorki komst eldur né reykur inn í húsið.