Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eldur við íbúðarhús í Garðabæ í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúðarhúsi við Holtaveg í Garðabæ um klukkan hálf fjögur í nótt. Þar hafði kviknað í á veröndinni, að öllum líkindum vegna útikertis. Töluverður eldur var í tréverki, en hvorki komst eldur né reykur inn í húsið.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, en eftir að fyrsti bíll kom á vettvang voru aðrir kallaðir til baka. Slökkvistarf gekk greiðlega, og var slökkviliðið farið af vettvangi um tuttugu mínútum síðar að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Einn nýrra bíla slökkviliðsins, sem tekinn var í notkun seinni part vikunnar, var notaður í verkefninu. Varðstjóri slökkviliðsins segir hann gefa góða raun, og nýtt slökkvifroðukerfi sem finna megi í nýju bílunum hafi virkað mjög vel. Það var einnig notað í gærmorgun þegar kviknaði í bíl.