Eldur logar í bíl í Álfheimum

25.03.2020 - 18:26
eldsvoði í bíl álfheimum 25.03.2020
 Mynd: Ruv.is/Stefanía
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á sjötta tímanum í kvöld vegna elds sem logaði í bíl í Álfheimum, skammt frá Glæsibæ.

Eldsupptök eru ókunn en slökkvistarf stendur enn yfir. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd lagði umtalverðan reyk frá bílnum.

Fyrr í dag kviknaði í sendibíl á Miklubraut og þurfti að loka Miklubraut til austurs um stund á meðan slökkvistarf stóð yfir.

Magnús Geir Eyjólfsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi