Eldur logaði við verslun Krónunnar á Selfossi

26.05.2019 - 10:52
Innlent · Eldur · Selfoss
Mynd: Sandra Silfá / Sandra Silfá
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld við verslanir Krónunnar og Rúmfatalagersins á Selfossi á þriðja tímanum í nótt. Eldur logaði þá í gámi við inngang að bílakjallara verslananna Lögreglan á Selfossi segir að eldsupptök séu ókunn en grunur leiki á að kveikt hafi verið í gámunum.

Gámurinn er ónýtur en í honum var almennt sorp úr verslun Rúmfatalagersins. Eldurinn breiddist ekki út en mikinn reyk lagði aftur á móti inn í verslun Rúmfatalagersins. Mögulegt er að tjón hafi orðið á vörum sem reyklyktin hefur náð að festa sig í að sögn Marínó Magnúsar Guðmundssonar, verslunarstjóra Rúmfatalagersins á Selfossi. Marínó segir jafnframt að ekki hafi þurft að reykræsta en að reyklyktin í versluninni sé enn mikil og nú sé verið að lofta út.

Fréttin hefur verið uppfærð.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi