Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eldur kom upp í fiskibáti

02.01.2017 - 15:24
Mynd með færslu
Tálknafjörður Mynd: NN - Tálknafjarðarhreppur
Mikill viðbúnaður var settur í gang um tvö leytið í dag eftir að eldur kom upp í vélarrúmi 40 brúttótonna fiskibáts, Nonna Hebba BAm, sem þá var um tvær sjómílur frá Tálknafjarðarhöfn. Þrír voru í bátnum.

Björgunarsveitin og slökkviliðið á staðnum voru ræst út, svo og björgunarskipið Vörður á Patreksfirði. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út.

Skömmu síðar tilkynnti áhöf bátsins að þeim hefði tekist að loka rýminu sem eldurinn var í og reykurinn virtist fara minnkandi. Þyrlan var þá afturkölluð en Vörður hélt áfram ferð sinni að bátnum.

Tæpum hálftíma eftir að tilkynningin um eldinn barst, lagði Nonni Hebba að bryggju á Tálknafirði þar sem slökkvilið beið. Áhöfnin slapp ómeidd og þykir hafa sýnt snarræði og rétt viðbrögð.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV