Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eldflaugum skotið á græna svæðið í Bagdad

08.01.2020 - 23:54
epa08101837 Members of Iran-backed Iraqi Shiite armed groups popular mobilization forces carry the pictures of slain Abu Mahdi al-Muhandis and General Qassem Soleimani during a funeral procession in central Baghdad, Iraq, 04 January 2020. Thousands of Iraqi Shiite armed groups members have joined the funeral procession in Baghdad for Iraqi militia commander Abu Mahdi al-Muhandis and Qassem Soleimani, the head of Iran's Islamic Revolutionary Guard Corps' elite Quds Force, and the eight others killed in a US drone strike at the Baghdad international airport on 03 Janury 2020.  EPA-EFE/AHMED JALIL
Meðlimir í Hashed al-Shaabi, samtökum nokkurra vopnaðra hreyfinga sía-múslíma í Írak, mótmæla morðinu á Kasem Soleimani og Abu Mahdi al-Muhandis Mynd: EPA-EFE - EPA
Eldflaugum var í kvöld skotið á hið svokallaða græna svæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er að finna og öryggisgæsla er mikil. Samkvæmt AFP og Reuters-fréttastofunum sprungu minnst tvær rússneskar Katiusja-eldflaugar á græna svæðinu um miðnæturbil að staðartíma, rétt um sólarhring eftir að Íranar gerðu eldflaugaárás á tvo flugvelli í Írak í hefndarskyni fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kasem Soleimani.

Líklega íröksk samtök að verki

Soleimani var ekki sá eini sem fórst í drónaárás Bandaríkjamanna, því í sömu árás féll írakski stríðsherrann Abu Mahdi al-Muhandis, einn helsti leiðtogi vopnaðra írakskra samtaka sem hafa starfað með Íraksher en hafa jafnframt mikil tengsl við Íran. Enginn hefur lýst árás kvöldins á hendur sér enn, en harðlínumenn innan samtakanna, sem kallast Hashed al-Shaabi, hétu því að hefna al-Muhandis, rétt eins og Íranar hefndu Soleimani. Engar fregnir hafa borist af manntjóni í eldflaugaárásinni í kvöld.