Eldarnir ógna rafmagnsöryggi í Ástralíu

04.01.2020 - 09:42
epaselect epa08000933 New South Wales (NSW) Rural Fire Service firefighters work to contain a bushfire that spread from the Gospers Mountain fire, in Colo Heights, New South Wales, Australia, 16 November 2019. The Gospers Mountain fire has been downgraded from Emergency Warning level to Watch and Act as fire activity has eased around Colo Heights.  EPA-EFE/JEREMY PIPER AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Gróðureldarnir sem hafa valdið miklum usla í Ástralíu síðustu vikur færast nú enn nær Sydney. Aðstæður hafa verið afar erfiðar þar sem hitastig hélt áfram að hækka í dag. 

Eldarnir eyðilögðu meðal annars lítil raforkuver í útjaðri Sydney og búast yfirvöld við rafmagnsleysi. Matt Kean, orkumálaráðherra landsins, tilkynnti að ákveðið hafi verið að fella rafmagnslínur og hvatti fólk til þess að draga úr notkun rafmagns. Mikilvægt væri að slökkva öll ljós sem ekki væru í notkun og forðast það að nota orkufrek heimilistæki á borð við þvottavélar. 

Varað er við því að ef eldarnir læsast í fleiri raforkuver gæti rafmagn orðið stopult um allt Nýja-Suður-Wales. Þar er neyðarástand í gildi vegna eldanna. 17 manns hafa látist í ríkinu vegna eldanna og tuga er saknað. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi