Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekki rétt að afskrifa loðnuveiðar

Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigttryggsson - RÚV/Landinn
Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand loðnustofnsins en fyrri mælingar bentu til. Ekki er mælist þó næg loðna til að leggja til útgáfu kvóta.

Staða loðnuveiðar var rædd á ríkisstjórnarfundi í dag. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði þar frá því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson myndi halda áfram leit út af Austfjörðum eftir helgi.

Umfangesmesta leitin til þessa

Fimm önnur skip koma svo inn í leitina. Aldrei áður hafa svo mörg skip tekið þátt í loðnuleit. Fyrirhugað er að mælingin nái yfir allt það svæði sem ætla má að fullorðin loðna geti fundist á á þessum árstíma. 

Sjá einnig: Loðnuvon dvín: örlög vertíðar ráðast í febrúarmælingu

Loðnubrestur hefur valdið mörgum svetiarfélögum, fyrirtækjum og starfsfólki miklu tekjutapi. Nokkur bæjarfélög hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar. Á fundi ríkisstjórnarinnar kom fram að þrátt fyrir að ástand loðnustofnsins hafi verið slæmt og útlitið ekki gott sé ekki rétt að afskrifa mögulegar veiðar meðan leit er enn í gangi. Útlitið sé strax mun bjartara fyrir næstu vertíð.

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV