
Ekki fleiri misst vinnuna í hópuppsögnum síðan 2009
21 tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun á síðasta ári þar sem 1.046 manns var sagt upp störfum. 540 manns, tæp 52% allra, misstu vinnu vegna flutninga. 104 eða um 10% voru í byggingariðnaði og 102 í fjármála- og vátryggingarstarfsemi. Ekki hafa fleiri misst vinnuna í hópuppsögnum á einu ári síðan 2009 þegar 1.780 misstu vinnuna. Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2019. Alls komu 1.364 uppsagnir til framkvæmda á árinu. 545 þeirra voru úr tilkynningum sem bárust árið 2018 og og 819 úr tilkynningum sem bárust árið 2019. 12.560 manns hefur verið sagt upp í hópuppsögnum síðustu 12 ár. Flestir misstu vinnuna á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mánuði þar á eftir.