Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum

Mynd: rúv núll / rúv núll

Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum

18.12.2019 - 15:28
Það er ófrávíkjanleg hefð hjá ansi mörgum Íslendingum að gera sér ferð í nærliggjandi skógrækt og sækja jólatré fyrir hátíðirnar. Skógrækt Reykjavíkur tók vel á móti Helgu og Mána í Heiðmörk þegar Helga fékk þá flugu í höfuðið að sækja tré á kaldasta degi ársins.

Máni og Helga eru smátt og smátt að læra að vinna saman til að jólin geti orðið sem ánægjulegust. Sáttameðferð um síðustu helgi gerði það að verkum að nú sættast þau frekar við að hafa tvennt af öllu í stað þess að taka daginn í að rífast yfir smámunum. Og þó jólatré séu ekki beinlínis smávaxin má vissulega flokka þau sem smámuni í stóra samhenginu. Að minnsta kosti þegar þetta er spurning um að hafa annað hvort tvö jólatré eða búa við algjöran ófrið á aðfangadagskvöld. 

Það flækir þó eilítið málin að Helga býr í 30 fermetrum á stúdentagörðunum. 

Jólakortið er jóladagatal RÚV núll. Þú getur horft á það efst í þessari færslu, í spilara RÚV, í frelsi símafélaganna og að sjálfsögðu á samfélagsmiðlum RÚV núll. Nú fer að styttast í annan endann á jóladagatalinu enda stutt til jóla. Við mælum heilshugar með að ná öllum þáttunum sem þú kannt að hafa misst af hér

Tengdar fréttir

Gott að vera góður um jólin

Erfitt að þvinga einhvern í jólaskap

Sameinuð í sáttameðferð

Sauð upp úr á milli vinnufélaganna