Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ekkert svínabú vill kannast við myndirnar

30.09.2015 - 19:58
Mynd: Matvælastofnun / RÚV
Ekkert svínabú kannast við að myndir Matvælastofnunar, sem fréttastofa birti í gær og sýna gyltur á alltof þröngum básum, séu teknar þar. Fleiri myndir Matvælastofnunar sýna alvarleg legusár og gyltu sem var svo horuð að Matvælastofnun lét aflífa hana.

Átta fyrirtæki reka þau svínabú sem úttekt Matvælastofnunar náði til. Fréttastofa hringdi í forsvarsmenn allra þessara fyrirtækja í dag. Enginn vildi kannast við að myndirnar væru teknar á þeirra búi. Matvælastofnun hefur upplýst að mál eins búsins sé í þvingunarferli vegna of þröngra bása. Allir þvertaka fyrir að þvingunaraðgerðirnar beinist gegn þeim.

Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er fjallað um þetta og birtar fleiri myndir sem sýna illa haldin svína á íslenskum svínabúum.