Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Eitt smit í Holtaskóla og 46 í sóttkví

20.03.2020 - 13:41
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV/Landinn
Nemandi við Holtaskóla í Reykjanesbæ var í vikunni greindur með COVID-19 og hefur allur árgangurinn verið sendur í sóttkví, 40 manns. Að auki eru sjö starfsmenn skólans í sóttkví.

Árgangurinn var síðast í skólanum á föstudag. Starfsdagur var á mánudag og fyrir fram var ákveðið að þau yrðu í heimakennslu fyrstu daga samkomubannsins. Þau voru því ekki í skólanum í þessari viku og segir Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri, að eftir á hafi það verið heppilegt. 

Nemandinn fann fyrir einkennum á föstudag. Allir foreldrar nemenda við skólann fengu tilkynningu um málið og samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis eru allir sem umgengust nemandann á föstudag komnir í sóttkví.