Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Einstaklega vel leikin mynd um áráttu-þráhyggjuröskun

Mynd: RÚV/samsett mynd / RÚV/samsett mynd

Einstaklega vel leikin mynd um áráttu-þráhyggjuröskun

23.11.2019 - 09:10

Höfundar

„Það kom engin önnur mynd til greina,“ segir sálfræðingurinn Kristján Guðmundsson um myndina As Good as it Gets sem hann hefur notað sem kennsluefni í skólatímum sínum um áráttu- og þráhyggjuhegðun. Myndin verður sýnd í Bíóást á RÚV í kvöld.

Kristján segir myndina ekki bara snerta á mikilvægu sálfræðilegu viðfangsefni heldur sé hún einstaklega vel gerð og leikin. „Það sem gerir þessa mynd líka eru aukaleikararnir. En samt fyrst og fremst Jack Nicholson, hvernig hann sýnir áráttuþráhyggju rosalega vel. Fólk ætti að taka eftir því þegar hann kemur inn til sín, hann fer í mikið ritúal, sífelldar hugsanir um snyrtimennsku, og svo er hann með endurtekna hegðun, hann gerir allt fimm sinnum.“

Annað atriði sem sé mjög sterkt sé þegar hann fer út úr húsi og á veitingastaðinn sinn. „Hvernig hann fer þangað, hvernig hann gengur á gangstéttinni, og svo þegar hann fer inn á veitingastaðinn.“ Hann komi fram á mjög sérstakan hátt við starfsfólkið og eigi sér sinn bás á staðnum. „Kemur með sín eigin hnífapör og ég veit ekki hvað og hvað. Ef við gefum okkur að hann sé með þrifnaðarþráhyggju sem er algengasta tegundin, þá er eitt atriði sem passar illa við það. Það er atriðið með hann og hundinn. Kannski má segja að það sé lækningin sem hann fer í gegnum. En áráttuþráhyggja er mjög erfið tegund af kvíðaröskun,“ segir Kristján að lokum.

Kvikmyndin As Good as it Gets er á dagskrá RÚV 20:50 í kvöld. Hún er hluti af sýningaröð sígildra bíómynda á RÚV sem nefnist Bíóást. Þar eru sýndar kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að höfða til breiðs hóps kvikmyndaunnenda og hafa haft áhrif á samtíma sinn og tíðaranda. Hópur kvikmyndaáhugamanna tekur þátt í verkefninu en einn úr þeim hópi ræðir hverja mynd.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bíóást: Bill Murray stelur senunni

Kvikmyndir

Bíóást: „Takið eftir myndmálinu“

Kvikmyndir

Bíóást: Fluga á vegg í lífi fólks í tólf ár

Kvikmyndir

Bíóást: Hugh Grant með íkoníska lubbann sinn