Eins og hundur sé að éta tunglið

26.12.2019 - 20:52
Asía · Erlent · Sólmyrkvi
Mynd: EPA-EFE / EPA
Það er eins og hundur sé að éta tunglið, sagði íbúi í Suður-Asíu þar sem fjöldi fólks kom saman til að sjá hringlaga sólmyrkva í dag. Það er þegar tunglið skyggir á sólina, en þó ekki að fullu. Sumir lögðu á sig töluvert ferðalag til að berja myrkvann augum.

Svona sólmyrkvi verður þegar tunglið skyggir á sólina, en þó ekki að fullu. Þannig myndar sólinn hring, sem menn hafa viljað kalla eldhring, í rúmar tvær mínútur. Myrkvinn sjálfur stóð í um þrjá tíma.

Sólmyrkvinn átti sér stað laust eftir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma. Hann sást vel í suðurhluta Asíu, svo sem á Indlandi, Japan, Kína og Indónesíu, þar sem hann var sérstaklega skýr, og við mikinn fögnuð viðstaddra.
 

epa08090322 Indonesian kids wearing special glasses look up at the sun during a solar eclipse, outside the planetarium in Jakarta, Indonesia 26 December 2019.  EPA-EFE/BAGUS INDAHONO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sumir áhugamenn lögðu á sig töluvert ferðalag til að skoða myrkvann. Þá höfðu menn höfðu misjafnar aðferðir til að lýsa upplifun sinni líkt og sjá má á myndbandinu í spilaranum hér að ofan. 

Svona myrkvi sást síðast í Suður-Ameríku og Afríku árið 2017. Þeir eiga sér stað á nokkurra ára fresti en sjást ekki frá sömu stöðum í hvert skipti. Til dæmis þurfa íbúar Singapore að bíða í rúm fjörutíu ár eftir að sjá svona myrkva aftur.

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi