Einn látinn eftir þyrluslys í New York

10.06.2019 - 18:48
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Slökkvilið var kallað út vegna þyrluslyss í miðhluta New York í dag. Að sögn slökkviliðs brotlenti þyrla á þaki 54 hæða skýjakljúfs. Flugmaður þyrlunnar lést en ekki er vitað á þessari stundu hve alvarlega farþegar slösuðust.

Engin slys urðu á fólki í byggingunni.

Birtar hafa verið myndir og myndskeið af brotlendingunni á samfélagsmiðlum.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi