Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ein látin eftir jarðskjálfta á Jövu

03.08.2019 - 06:25
epa07753498 Residents stay outside of a highrise building following a 6.9 magnitude earthquake that hit Banten province, Indonesia, 02 August 2019. A strong earthquake hit the West Coast of Java triggering a tsunami warning.  EPA-EFE/MAST IRHAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Í það minnsta ein kona lést og nokkrir eru slasaðir eftir að sterkur jarðskjálfti varð í nótt neðansjávar í nágrenni eyjunnar Jövu í Indónesíu. Skjálftinn var 6,9 að stærð og fjöldi íbúa í höfuðborginni hljóp á götur út af ótta við að byggingar myndu hrynja af völdum hans.

Almannavarnir sendu frá sér flóðbylgjuviðvörun eftir skjálftann þar sem talið var að allt að því þriggja metrar háar bylgjur gætu skollið á ströndum eyjarinnar en henni var aflétt nokkrum klukkustundum síðar.

Konan sem lést vegna skjálftans fékk hjartaáfall er hann skall á en samkvæmt yfirvöldum er hugsanlegt að fleiri hafi látið lífið. Fjórir slösuðust og meira en þúsund manns leituðu skjóls í neyðarskýlum, þar af nokkur fjöldi íbúa á eyjunni Súmötru í nágrenni Jövu. Í það minnsta hundrað byggingar skemmdust og 34 hús eyðilögðust.

Í desember skall flóðbylgja á suðvesturhluta eyjunnar vegna eldgoss og þá létust 400 manns. Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu sem er staðsett á flekamótum.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV