Þetta segir Watson í ítarlegu viðtali við Vogue í tilefni útkomu kvikmyndarinnar Little Women sem hún leikur í og væntanleg er á hvíta tjaldið í desember. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Watson var aðeins níu ára þegar hún var valin úr röð stúlkna í leikfimisalnum í skólanum sínum til að fara í prufur fyrir væntanlega kvikmynd um galdrastrákinn Harry Potter. Þetta var fyrsta prufan sem hún fór í og eins og frægt er orðið fékk hún hlutverkið. Hún segir að þrátt fyrir að lífið hefði líklegast ekki verið eins ef hún hefði ekki fengið þetta tækifæri þá hefði hún alltaf endað á því að gera þetta á einhvern eða annan hátt. „Það er enginn vafi á að þetta [leiklist] hefði verið hluti af lífi mínu.“