„Ég ætlaði aldrei að koma aftur að þessu“

Mynd: RÚV / RÚV

„Ég ætlaði aldrei að koma aftur að þessu“

14.02.2020 - 12:37

Höfundar

Annað kvöld fara seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fram í Háskólabíói og á meðal þeirra sem þá stíga á svið er góðkunningi keppninnar, Matti Matt. Hann leit við í Stúdíó 12 og flutti ábreiðu af sínu eftirlætis Eurovision-lagi.

Matthías Matthíasson söngvari þekkir Söngvakeppnina vel enda átti hann tvö lög í keppninni árið 2011. Annars vegar lagið sem var framlag Íslands það árið, hið hugljúfa Coming Home eftir Sigurjón Brink sem Matti flutti ásamt félögum sínum í Vinum Sjonna eftir fráfall vinar síns, hins vegar epísku rokkballöðuna Eyjafjallajökull. Hann segist ekki hafa haft í hyggju að taka þátt í keppninni nokkurntíma aftur en þegar hann heyrði lagið Dreyma sem hann syngur á morgun heillaðist hann svo mikið að hann stóðst ekki mátið. „Ég ætlaði aldrei að koma aftur að þessu en þegar Birgir Steinn og þeir hringdu í mig var ég svo impóneraður að unga kynslóðin væri að hringja í gamla manninn,“ segir hann og hlær. „Lagið finnst mér frábært og það bara greip mig við fyrstu hlustun.“ Matti samdi sjálfur nýjan texta við lagið og segist hafa lagt upp með að vera einlægur í textasmíðinni. „Hann fjallar svolítið um hvernig það er að koma að þessari keppni aftur eftir tíu ár og hvort maður eigi erindi.“

Hann hitaði upp fyrir keppnina með því að kíkja í Stúdíó 12 og flytja ábreiðu af einu af sínum eftirlætis Eurovision-lögum, lagið What's another year sem Johnny Logan gerði frægt árið 1980. Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Matta og öðrum vinum Sjonna sem tóku upp ábreiðu af laginu 2011 og fannst honum því tilvalið að endurvekja það í aðdraganda keppninnar. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

„Þetta lag minnir mig á mömmu“

Popptónlist

Eina opinbera Eurovision-nördið í Hollandi

Popptónlist

„Það er enginn leiður hérna“

Popptónlist

„Það er svo gott að flexa dönskunni“