„Ég ætlaði að verða smiður“

Mynd: HallaHarðar / HallaHarðar

„Ég ætlaði að verða smiður“

25.12.2019 - 13:00

Höfundar

Í þættinum „Ég ætlaði að verða smiður“ er fjallað um byggingarlist Manfreðs Vilhjálmssonar.

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands nú í haust en hann hóf snemma að ryðja lítt troðnar brautir í íslenskri byggingarlist, ekki síst í litavali og samspili lita við efnvið bygginga. Eftir hann liggja merkileg íbúðarhús og framúrstefnulegar „drive-in" bensínstöðvar, Árbæjarkirkja og sjálf Þjóðarbókhlaðan, svo eitthvað sé tiltekið auk fjölda annarra bygginga, húsgagna og hönnunargripa. Rætt er við samferðafólk Manfreðs auk leikra og lærðra áhugamanna um ævistarf Manfreðs í samhengi innlendrar og alþjóðlegrar byggingarlistar.

Umsjón: Marteinn Sindri Jónsson.

Tengdar fréttir

Hönnun

„Fer í sama starf í næsta lífi“

Hönnun

Genki Instruments fær Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnun

Í heimsókn hjá Manfreð