Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ed Sheeran lenti á Íslandi í nótt

epa06558803 British singer and songwiter Ed Sheeran attends at a press conference for 'Songwriter' at the 68th annual Berlin International Film Festival (Berlinale), in Berlin, Germany, 23 February 2018. The Berlinale runs from 15 to 25 February.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA

Ed Sheeran lenti á Íslandi í nótt

08.08.2019 - 14:45

Höfundar

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er lentur á Íslandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sheeran heldur tvenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina og hefur undirbúningur verið í fullum gangi. Búist er við um 50 þúsund gestum í dalinn. 

Sheeran var með tónleika í Ungverjalandi í gær en flaug svo beint til Íslands og lenti í nótt. Líklegt þykir að Sheeran nýti tímann fyrir tónleikana til að skoða landið. 

Í kvöldfréttum RÚV í gær kom fram að um 200 manns væru nú á fullu að vinna við uppsetningu á sviði fyrir helgina. Sviðið og búnaðinn flutti Sheeran sjálfur inn en hann vó um 1500 tonn og var flutt til landsins í 55 gámum. Ísleifur B. Þórhallson, framkvæmdastjóri Senu, sagði í gær að Sheeran hefði komið einu sinni áður til landsins, þá í einkaerindagjörðum, en að honum hafi líkað mjög vel. Þá sé hann aðdáandi íslenska landsliðsins.