Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ebóla komin til Úganda

12.06.2019 - 10:55
Erlent · Afríka · Úganda
In this photo taken Tuesday, June 11, 2019 and released by the International Rescue Committee (IRC), a sign is attached to a window of a new Ebola treatment unit currently under construction at the Kihihi Health Centre IV in Kanungu district, western Uganda, near the border with Congo. Uganda's health ministry said late Tuesday, June 11, 2019 that a child in Uganda has tested positive for Ebola in the first cross-border case of the deadly virus since an outbreak started in neighboring Congo last year. (Ben Wise/International Rescue Committee via AP)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - International Rescue Committee
Fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gærkvöld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tveir til viðbótar hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi.

Heilbrigðisráðuneytið í Úganda telur að sjúkdómurinn hafi borist frá Austur-Kongó, en móðir drengsins sé þaðan. Meira en 2.000 hafa greinst með ebólu í Austur-Kongó síðan í ágúst í fyrra, þar af hafa um 1.300 látist.