Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ebóla í Kongó varðar þjóðir heims

18.07.2019 - 16:10
In this photo taken Tuesday, June 11, 2019 and released by the International Rescue Committee (IRC), a sign is attached to a window of a new Ebola treatment unit currently under construction at the Kihihi Health Centre IV in Kanungu district, western Uganda, near the border with Congo. Uganda's health ministry said late Tuesday, June 11, 2019 that a child in Uganda has tested positive for Ebola in the first cross-border case of the deadly virus since an outbreak started in neighboring Congo last year. (Ben Wise/International Rescue Committee via AP)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - International Rescue Committee
Hugsanlegt er að Íslendingar sem sinna neyðaraðstoð á heimsvísu taki þátt í aðgerðum í framhaldi af yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um ebólufaraldurinn í Austur-Kongó.

Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin hefur lýst faraldurinn bráða ógn við lýðheilsuna sem varðar þjóðir heims. Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að tilfelli hafa borist til milljónaborgarinnar Goma á landamærum Austur-Kongó við Rúanda sem er talið auka mjög hættu á að sjúkdómurinn breiðust út. Bæði innan Austur-Kongó en einnig milli landa. Alþjóðaflugvöllur er í Goma. 

Með yfirlýsingunni, sem fjallað er um á vef Landlæknis, vill Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetja til enn öflugri viðbragða yfirvalda á svæðinu, bæði i Austur Kongó og í nágrannaríkjum, sem og meðal alþjóðasamfélagsins gegn faraldrinum í Austur-Kongó. Tekið er fram í yfirlýsingunni að ekki er mælt með skimunum á flugvöllum, ferðabanni eða vöruflutningabanni. 

Sóttvarnarlæknir ætlar á næstu vikum að ljúka við hafið starf við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdóms. Viðbragðsaðilar hérlendis eru hvattir til að gera slíkt hið sama.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV