Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dularfullur geislaleki rakinn til Rússlands

30.07.2019 - 19:28
epa05265611 (FILE) A file picture dated 23 March 2011 shows engineer Sergei Horloogijn as he carries out a radiation exposure survey in the state radiation ecology reserve near the 30 km exclusion zone around the Chernobyl nuclear reactor, some 370 km from Minsk, Belarus. The Chernobyl nuclear disaster,  the worst nuclear power plant accident in history in terms of cost and casualties was a catastrophic nuclear accident that occurred on 26 April 1986 at the Chernobyl Nuclear Power Plant in the town of Pripyat, in Ukraine. An explosion and fire released large quantities of radioactive particles into the atmosphere, which spread over much of the western Russia and Europe. An estimate 47,000 people of the city of Pripyat were evacuated after the explosion in 1986. Ukrainians will mark the 30th anniversary of the world's worst nuclear power accident on 26 April 2016.  EPA/TATYANA ZENKOVICH ***PLEASE REFER TO THE ADVISORY NOTICE (epa02687009) FOR COMPLETE FEATURE TEXT***
 Mynd: EPA - RÚV
Evrópubúar upplifðu geislaleka árið 2017, sem talinn er hafa verið um 100 sinnum verri en lekinn sem var í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan árið 2011. Þegar lekinn kom upp beindist athyglinn að rússnesku kjarnorkuveri, en Rússar hafa neitað ábyrgð. 

Vísindaritið New Scientist fjallar um þetta og vísar í rannsókn í blaðinu PNAS máli sínu til stuðnings. Þar segir að þessi nýja rannsókn bendi til þess að geislamengunin hafi komið frá Rússlandi. Skýringar Rússa á uppruna mengunarinnar hafi annað hvort verið til þess að breiða yfir staðreyndir eða á misskilningi byggðar. 

Í þessari nýju rannsókn röktu evrópskir vísindamenn geislamengunina til Mayak kjarnorkuversins, sem staðsett er milli Úralfjalla og árinnar Volgu. 
Rússar höfnuðu því á sínum tima að mengunina mætti rekja til Mayak kjarnorkuversins og sögðu engar leifar á geislavirku efni í jarðveginum benda til þess að það gæti verið rétt. 

Eftir að hafa rannakað 1.300 eftirlitsstöðvar í Evrópu og bera þær saman við veður- og loftflæðismynstur á svæðinu telja rannsakendur sig hafa staðfest að lekinn væri sannarlega frá suðurhluta Úralfjalla.
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV