Dularfullir Háskar á föstudaginn langa

Mynd með færslu
 Mynd: Svikamylla ehf

Dularfullir Háskar á föstudaginn langa

27.03.2018 - 16:36

Höfundar

Elísabet Jökulsdóttir, Elli Grill, Hatari, Stepmom og Kött Grá Pjé eru meðal þeirra sem koma fram á Háskum, eða „Dómsdagsfögnuði“ Svikamyllu ehf. í Iðnó á föstudaginn langa. Þar verður flutt ljóðlist, gjörningar, klassísk tónlist, rafhljóð „og fleira sem hæfir háskanum sem blasir við mannkyni,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Viðburðurinn er haldinn þann þrítugasta þriðja frá klukkan þrjú um dag til þrjú um nótt, og miðaverð er 3.333 krónur. Haft er eftir nafnlausum talsmönnum Svikamyllu ehf. að „dulrænn kraftur þrenndarinnar muni greiða götur dómsdags,“ í viðtali á vef Grapevine.

Jóhanna Rakel Jónasdóttir kemur fram með hljómsveitinni Cyber en verður einnig með gjörning í hlutverki Stjúpmömmunnar.

Hugmyndin er að Háskar séu fjöllistahátíð þar sem aragrúi af listamönnum muni taka yfir Iðnó og fylla öll rými hússins. Tónlistarfólk, myndlistarfólk, sviðslistafólk, ljóðskáld og listamenn sem skilgreina sig ekki eða eru á milli listgreina. Einnig verður boðið upp á húðflúr og óhefðbundnar veitingar.

Hatari og öll vörumerki merkt Hatara eru hugverk í eigu Svikamyllu ehf.

Eigendur Svikamyllu ehf. eru ókunnir en í yfirlýsingu frá félagsskapnum segir að tilgangur hans sé „niðurrifsstarfsemi á síðkapítalismanum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti, svo og lánastarfsemi.“ Hægt er að fræðast meira um viðburðinn og þá sem fram koma á vef hans, en eftirfarandi listmenn bregða á leik:

Adolf Smári
Ágústa Björnsdóttir
Almarr S. Atlason
Amer Chamaa
Andi
CGFC
Unofficial: CYBER
Dada Pogrom 
DJ DOMINATRICKS
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Elli Grill
Friðrik Petersen
Godchilla
Hannah Jane
HATARI
Helga Guðrún
Hórmónar
IDK IDA
Ilmur Stefánsdóttir
Jón Magnús Arnarsson
Jón Örn Arnarson
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
Katrína Mogensen & Nína Óskarsdóttir
KÓRUS
Kött Grá Pje
Kraftgalli
Kuldaboli
Madonna + Child
Muck
Nicolas Kunysz
Ólöf Rún Benediktsdóttir
Óskar Þór
Panagía
The Post Performance Blues Band
Rex Pistols
russian.girls
Stepmom
Terrordisco
Umer Konsumer
World Narcosis

Tengdar fréttir

Tónlist

Hversdagslegur hryllingur Cyber

Tónlist

Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins