Drykkjarvatn frá Grábrókarveitu mengað

11.10.2019 - 10:18
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Gerlamengun er staðfest í vatni frá Grábrókarveitu. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi, auk fjölda sumarhúsa og nokkurra húsa í Borgarfirði. Neytendur á þessum svæðum eru beðnir um að sjóða neysluvatn. E. coli og kólí gerlar fundust í sýninu.

Gerlasmit getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, sér í lagi hjá börnum, eldra fólki og þeim sem viðkvæm eru fyrir slíkum smitum. 

Lýsingarbúnaður verður tekinn í notkun um miðja næstu viku, eða á miðvikudag, við vatnsbólið. Búnaðurinn mun tryggja öryggi vatnsins. Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands skora á fólk að sjóða neysluvatn þangað til.

Dagleg sýnataka hófst á fimmtudag í síðustu viku eftir að upp kom grunur um gerlamengun. Þau sýni reyndust mengunarlaus. Aftur kviknaði grunur um gerlamengun í gær sem fékkst svo staðfestur í morgun.

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi