Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Dróninn léttir líf bænda

06.12.2017 - 07:30
Mynd: Ásgeir Sveinsson / RÚV/Landinn
„Ég nota hann bara eins og mann, læt hann standa fyrir, sækja kindur, finna kindur. Þetta er bara eins og hundurinn," segir Ásgeir Sveinsson, bóndi á Innri Múla á Barðaströnd. Hann nota dróna við bæði leitir og eftirleitir. Bændum hefur fækkað mikið á Barðaströnd, eins og víðar, og færri sinna leitum.

Ásgeir og bróðir hans, Barði, smala yfir tuttugu jarðir að hausti. „Áður smöluðum við - ætli við höfum ekki verið svona tvo tíma, þegar við smöluðum bara heimaland, en nú smölum við hvað norður í Arnarfjörð, eigum kind í Arnar firði - þar sem við höfum aldrei átt kind áður," segir Barði.

Hann segir fé dreifa sér meira en áður. Þá er landslagið erfitt til leita; „Barðaströndin er eiginlega bara fjara og fjall, hlíðarnar taka eiginlega bara strax við. Þú getur eitthvað farið á fjórhjólum, en þú smalar hvergi á hesti eða hjóli. Það er bara að labba 30 km á dag og vera með hund. Það er bara það eina sem virkar á þessu landsvæði," segir Ásgeir.

Með drónunum geta þeir leitað svæði og sparað sér sporin. Á haustin fara þó margir dagar í að ná eftirlegukindum í hús. 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir