Drengurinn fundinn heill á húfi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Patreki Antonssyni. Patrekur fór frá heimili sínu að Langholti, Meðallandi í Skafrárhreppi, um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Patrekur fjórtán ára.

Hann var klæddur í hvíta og gráa úlpu, var í grænum buxum, og að öllum líkindum með svartan bakpoka. Lögregla biður þá sem kunna að hafa orðið varir við Patrek, um að hafa samband við Lögregluna á Selfossi í síma 444 2010. 

Drengurinn er fundinn heill á húfi. Lögreglan á Suðurlandi þakkar veitta aðstoð. 

Uppfært kl. 22.35.

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi