Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dregur úr líkum á sprengigosi

26.01.2020 - 16:12
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Filippseyjar · Náttúra
epaselect epa08121861 People take cover under a large plastic sheet as a column of ash spews from erupting Taal Volcano over Tagaytay city, Philippines, 12 January 2020. According to media reports, evacuations are underway as the volcano spewed ash as high as 1,000 meters into the sky.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
 Mynd: EPA - RÚV
Yfirvöld á Filippseyjum óttast ekki lengur að sprengigos sé yfirvofandi á næstunni í eldfjallinu Taal. Því hefur rýmingu verið aflétt en íbúar þurfa samt sem áður að vera við því búnir að yfirgefa heimili sín. Mikil skjálftavirkni fylgdi því þegar gos hófst í fjallinu fyrir um tveimur vikum, og 135 þúsund flúðu heimili sín.

Öskustrókurinn, sem reis allt að 15 kílómetra upp og gas sem leggur af fjallinu hefur minnkað. Sérfræðingar telja það sýna minni virkni og dragi því úr líkum á sprengigosi. Taal sem er úti í miðju vatni, er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Fyrst eftir að gosið hófst var óttast að fólki í allt að 14 kílómetra fjarlægð stafaði hætta af því, en ekki lengur. Íbúar bæjum í nágrenni Taals utan tveimur geta því snúið heim en enn er fjallið sjálft og vatnið umhverfis það á bannsvæði.